muniði eftir manninum
sem málaði allan heiminn?
manninum sem markimið átti.
(-og málaði allan heiminn?)

nú sefur hann á sjávarbotni
og sínum huga drekkir.

hann hefur tapað túbunum
og teiknigræjum öllum,
tækjunum og tólunum.
(-og teiknigræjum öllum.)

hann hvílir nú á hafsbotni
og huga sínum drekkir.

í skjóli nætur skyggir hann
þó skammlífar myndir,
skrítnar og skemmtilegar.
(-en skammlífar myndir.)

því nú liggur hann á hlésbotni
og lundu sinni drekkir.

mig langar tilað muna þann
sem málaði allan heiminn.
man einhver eftir manni þeim?
(-sem málaði allan heiminn?)

hann býr kannski á botninum
og… býr þar bara.