Ein ég geng um auðnir,
leitandi að lífinu.
Leitandi að frið,
frið í sálu minni.

Geng um auðar götur,
hugsa um gang lífsins.
Leitandi að svari,
en ekkert ég fæ.

Geng um auða ganga,
hugsa um gleði mína.
Sem ég átti forðum,
en týndi á miðri leið.

Trítla á dauðu túni,
túni mínu heima.
Rifja upp mína gleði,
sem ég átti heima.

Trítla um tóma húsið,
tóma, gamla húsi mínu.
Þar átti ég mikla gleði,
en hún er bara minning.

Ég geng um allt,
alla mínar gleðistundir.
Ég sé bara hugsjón,
gleðin er löngu horfin.