Ó reiðhjól best þú rennur utan stans
Jafn rennilegt að aftan sem að framan
´þú varst stolt hins þýska verkamanns
sem þreyttum höndum skrúfaði þig saman.

Ætthjörð þín var ótal meinum hrjáð
af þeim sökum hlaust úr landi að fara
Sjá hér þín örlög: utan garðs og smáð
í auðvaldslandi köldu á norður hjara.

Í landi þessu létta mjúka hjól
þú lentir brátt í mínum ungu höndum
ég fyltist gleði er ég fékk þig um jól
fegurð þín var svört með hvítum röndum.

Við ókum saman yfir hvað sem var
enginn tálmi sá við þínu drifi
þýður gangur þinn af öllum bar
því skal ég aldrei gleyma meðan ég lifi.