undir votu þakinu
hvílir lítil stúlka
með örlitla dós
og safnar aurum…

undir hlýjum augunum
hvílir mikil angist
með hárbeitta nál
og stingur hjartað…

undir skökku brosinu
hvíla ósögð orðin
með miklum þunga
og komast hvergi…



undir þykkum jakkanum
hvílir troðfullt veski
með marga seðla
og bíður eyðslu…

undir klipptu hárinu
hvílir nískur heili
með löngun í bjór
og dýran vindil…

undir augum mínum
hvílir lítill djöfull
með horn og hala
og enga samúð…



undir votu þakinu
hvílir látin stúlka
með örlitla dós
og lokuð augun…



undir votu þakinu
hvílir drukkinn alki
með áfengisdós
og troðfullt veski…
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.