Var það fjralægðin sem gerði fjöllin blá
eða gerði hún mig bláan.
Eygði ég von um meiri ró hugans
eða hugði ég að því að láta vonina róa.
Tók ég rétt skref í átt að velgengni
eða átti ég yfir höfuð rétt á velgengni.
Vildi ég skella ábyrgðinni um fullkomið líf á mig
eða var fullkomið líf of mikil ábyrgð.
Ætti ég að hætta að hugsa um það sem illa fer
eða fara hugsanirnar kannski að hætta að vitja mín.
“she's the tear that hangs inside my soul forever”. (Buckley).