Ég er ein útí horni.
Sólin skín inn um litla rifu á blóðrauðum gardínunum,
brennir á mér hnakkann.
Fiskifluga sest á hnéð á mér.
Ég lyfti upp höndinni til að snerta hana
en þá flýgur hún burt.
Ég öfunda fluguna.
Mig langar að geta bara flogið burt einsog hún.
En ég er ekki með vængi.