Kæru vinir Hugamenn. Þetta verður sennilegaí síðasta sinn sem ég set ljóð hér inn, að minnsta kosti þar til ég veit meir um hvernig Hugi virkar á meðferð ljóða og Huga almennt. T.D. hvað verður um ljóðin, er þeim eitt? sem er hið besta mmál. Nísir.



Þúsund ára sköpun þurfti líða nauð
þíða jökla bergið rákar árvatns glufu.
náttúran skartar vindagjálp og gnauð
gjósandi fjöllin frið og landmót rufu.
Í hverum landsins sullaðist og sauð
Sæ botnar fyrri huldi gróður hrufu.

Foldin þíðu frosti og veðri laut
friðsæll hjallagróður hörvar og rís.
Í áratugi haust um vorið hnaut
Hafið leggur saman landið frýs
Af landsins nægtum tófan naut
Nýbúa var gnóttin vís.

Veður eldar vötnin fjalla blaut
vesæl skilyrði gróðurþekju.
Ræktarnæði hundrað aldir hlaut
heitir vindar gefa grósku rekju.
Maður kom bramlaði og braut
brenndi skóga reisti bæ og þekju.

Foldu eyddi flest er prýddi
fegurð lands í mærðarljóðum
Lofsöngvum og lofi skrýddi
leitt var líf í öðrum þjóðum.
Ingólfur Arnars. Ásum hlýddi
Óðinn jós úr gnægta sjóðum.

Hingað sigldu heiðnir menn
héruð mönnum lutu.
Landa merkinn lúta enn
lögum er þeir brutu.
Taka sjaldan meir í senn
en sjálft af næktum hrutu.

Öldum síðar aðrir menn
argir vildu virkja.
Athafnaskáldin eru senn
önnur skáld að kyrkja
þjóðin eignast þjóna enn
Er sitthvað vilja yrkja.

Landið fagurt í óbyggðum falt
ferðamenn greiða ósnortin svip.
Náttúrurof manna verkið valt
varlega brúka fræðimanns hrip.
Rökstudd vístfræði segir ei allt
efnismeðferð sökkvandi skip.

Lágvitið hagsmuni löngum stríðala
létt þægir skapa sér vinnu og traust.
Til vitsauka skulu vísindin mala
verjendur fegurðar hefja upp raust
Tvenn munu rök sem mennirnir tala
manngert er land eða afskiftalaust