Þar sem blíðir andar
svífa yfir vötnum
og gyðja listarinnar
drottnar yfir grámollu andans,
haldast hönd í hönd
brjóstgóðir áhangendur goðsins
sem leiddi hugan að
rósrauðum einmannaleikanum.

Þar sem hetjudáðir og illvirki
birtast á snjóhvítu tjaldi
og einmana sálartetur
í leit að lífsfyllingu
minna á köngulær
sem spinna vef sinn
fyrir bilgjörn
tvívængjuð skordýr.

Þar bíð ég þín með
popp og kók.

„Máski meiri örsaga en ljóð, hver veit?“
höf: Sveinn B. Sigurðsson
„We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars.“