Litla barnið slítur barnskónum
stígur úr vöggunni
byrjar að skríða

undraborgir rísa úr rykugu teppinu
heimurinn er blár skopparabolti
spyr með barnslegri einlægni

líkaminn vex úr grasi

augnarráð karlmanna breytist
mætir gredduglotti hvarvetna
“True words are never spoken”