Það má eiginlega segja að þetta ljóð sé æfing í formi - og mótsvar við “Stelsýki”. Áherslur og línuskiptingar eru notaðar til að ‘líkja eftir’ vindhviðum sem feykja hlut (pappírssnifsi) í stökkum yfir veginn. Skiptingin milli 2. og 3. línu er þannig með vilja gerð. Í síðustu línunni ber öflugur strekkingsvindur síðan snifsið mjúklega á brott án frekari viðkomu.
Þessi beiting orða, áherslna og skiptinga er einnig að finna í Jass-ljóðinu B3 sem ég hef póstað hér áður, það er þó mun vandaðra en þetta.
Punkturinn með ljóðinu er að fólk mætti gjarnan huga meira að hljómi tungumálsins þegar það yrkir.
Bestu kveðjur,
Laurent/Keats