Sakleysið kom til mín
á svörtum dularklæðum
og sótti um grið hjá mér.

Með augun full af ótta,
angist í hverju spori.

það sótti um grið hjá mér.

Ég tók það fast í fangið
faðmaði og kyssti.
Grét og bað til Guðs
að gæta þess með mér.

En þrótturinn var þorrinn
þjáning í veiku hjarta
hjá sakleysinu svarta
er sótti um grið hjá mér.

Ég svæfði það svefninum langa
sakleysið – er grið fékk ei hjá mér.