Þótt hver dagur sé mér þraut
Ég stend samt uppúr rúmi,
ef mér heppnast að finna laut
ég leggst þar, þótt það húmi.

Mitt geðslag núna er mér kvöl.
Ég sé ei ljósið bjarta.
Lífið er jú eintómt böl,
ég lífinu yfir kvarta

Andinn er þrotinn, búinn er,
Ljóðastíflan er í mér.
Krafturinn er brotinn,
reyni þó á meðan enginn sér.

Ég vildi ég væri skáldið mikla
Og yljaði mannsins hjarta.
Gæfi öllum gyllta lykla.
Svo allir megi gleði skarta.