Manstu.. þegar-
við hlustuðum á þögnina
í hljóðri nóttinni
umvafin nálægð hvors annars
og það eina sem heyrðist
var seytl regnsins á rúðunni
andardráttur á heitum vöngum
þyturinn í laufi trjánna
fyrir utan gluggann
og ástarorð í eyra.
Manstu.. að okkur dreymdi
um lítið hús
-og garð þar sem álfar
ættu heima.

Manstu.. Manstu–eftir mér.