Bak við Grátandi fjöllin
standa blá blóm á verði
og stara á svartan himin
þar sem hvítur hrafn
flýgur hjá
með hljóðum vængjaþyt
og rauða glóð í augum
fallinn engill flögrar varkárt um
og skýlir sér bak við blæju sakleysis
syndin ræður ríkjum hér í þessum heimi
þar sem menn ríða bleikum hestum.
–Jafnt dag sem myrkar nætur.