Hjá Lækninum
Þetta er smá samúðarhalli,
ekkert vandamál
Bara samviska í verkfalli,
vill nýja sál
Hefurðu reynt að elska náungann?
Finna til með öðrum?
Kannski fundið þinn innri mann?
Glatt með kerti og blöðrum
Prófaðu þetta drengur
Hver maður er fengur
og ég vil ekki lengur,
rífa úr þeim hjartað