Ég var að velta því fyrir mér hvort þið (restin af skáldunum hérna) væruð ekki til í að senda inn uppáhalds lagatextana ykkar? Það væri athyglisvert að sjá hvernig texta þið fíluðuð, hvers konar tónlist þið hlustuðuð á og hvort einhver partur af ykkar innblæstri kemur frá þessum lagahöfundum?

Ég skal byrja.

Uppáhalds lagatextinn minn er úr lagi með hljómsveitinni Tool, af plötunni Lateralus. Textasmiðurinn er sjálfur söngvarinn (Maynard James Keenan) og hafa textarnir hans veitt mér mikinn innblástur síðustu 2 ár (eða síðan ég byrjaði að hlusta á þessa hljómsveit). Lagið heitir “Reflection” og að mínu mati fjallar það um ástarsorg og þunglyndi. Þið getið sjálf reynt að geta í eyðurnar og hvað hver lína þýðir.

Uppáhaldsparturinn minn úr laginu er þessi:

“As full and bright as I am
this light is not my own and
a million light reflections pass over me.

Its source is bright and endless
she resuscitates the hopeless
without her, we are lifeless satellites drifting.”

-Þetta erindi virðist fjalla um hvernig tunglið er aðeins endurskin sólarinnar. Án hennar er það aðeins dimmt gervitungl á reiki um geiminn – algjörlega líflaust með öllu. Ekki ósvipað því þegar fólk er almennt í ástarsorg, vantar ljósið sem skín frá makanum til að lýsa sig upp. Snilldartextasmíð ;) -

Hérna er allavega allur textinn, fyrir þá sem hafa áhuga:


..:Tool – Reflection:..

I have come curiously close to the end, down
beneath my self-indulgent pitiful hole,
defeated, I concede and
move closer.
I may find comfort here
I may find peace within the emptiness
how pitiful.

It's calling me…

And in my darkest moment, fetal and weeping
the moon tells me a secret - my confidant:

As full and bright as I am
this light is not my own and
a million light reflections pass over me.

Its source is bright and endless
she resuscitates the hopeless
without her, we are lifeless satellites drifting.

And as I pull my head out I am without one doubt
don't wanna be down here feeding my narcissism.
I must crucify the ego before it's far too late
I pray the light lifts me out
before I pine away.

So crucify the ego, before it's far too late
to leave behind this place so negative and blind and cynical,
and you will come to find that we are all one mind
capable of all that's imagined and all conceivable.
Just let the light touch you
and let the words spill through
and let them pass right through
bringing out our hope and reason …

before we pine away.




***Endilega komið með comment á textann og pælingarnar ef þið nennið :) Ég veit að þetta er bæði illskiljanlegur og djúúúpur texti – en mér finnst þeir bestir þannig… þá getur maður pælt í þeim aftur og aftur og fengið mismunandi niðurstöður. Ég veit eiginlega ekki sjálfur um hvað þessi texti fjallar – en mér finnast skýringarnar að ofan líklegastar (allavega núna :þ). Reyndar hef ég fleiri pælingar um restina af textanum - en vil gjarnan sjá einhver viðbrögð fyrst áður en ég pósta því.***


-Pardus Toolfan-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.