Músin horfir á mig spurjandi
er önnum kafinn við ekki neitt
trítlar áfram klaufalega
framkallar óvart bros á vörum mínum

gengur að galopnum glugga
sér grimmt frelsið blasa við glottandi
kettirnir úti hugsa sér gott til glóðarinnar
stígur varlega til baka inn í búrið sitt

rimlarnir varpa skugga á friðsælt andlit
heima er best
“True words are never spoken”