tilefni af þeim sorgarfréttum að ég komist líklegast ekki í 5. bekkjar-Krítarferð MR (nema fyrir kraftaverk) , en miskilningur og klúður olli því, setti ég saman ég eitt dróttkvæði og eitt fornyrðislag undir kviðuhætti um raunir mínar.
Vona ég að langt hlé mitt frá kveðskap komi ekki niður á verkinu.



Sorgin sveinin ergir
snópir mæddur glópur
Utanför ég ætla
eigi muni þreyja
Ruglingur á reglum
réði klúðri téðu
híma verð ég heima
helvísk villa olli


Kreddan ein
að kraftur Guðs
Veg vísi
á vinafund
Megni með
mætum lýðnum
Glaumi við
Glösum klingja