Velkomin í símaþjónustu Sálarbankans.

Staðan á reikningnum er:
Hafsjór af ógrátnum tárum,
orð sem komast ekki á blað,
endurgoldin ást í mínus
og samviskubit yfir óþekktum stærðum.

Nú verða lesnar síðustu færslur á reikninginn. Þú getur stöðvað lesturinn ef þér ofbýður nærgönglin með því að leggja tólið á.

Millifærslur eru ekki leyfðar.