Mig svimaði
þegar lyktina af þögninni
sem dansaði á andliti þínu
lagði að vitum mínum

Ég sleit mig úr örmum þínum
og skildi loks það
sem einhverjum hafði verið ljóst
frá upphafi:

Að við værum ekki
Værum ekki það
sem við héldum svo lengi
Skildi loks að þessi þögn
hafði verið að kæfa mig
öll árin

Við brostum gegnum tárin
þegar við kvöddumst
og ég veit ekki enn hvern ég var að reyna að sannfæra þegar ég sagði:

“Þetta er best svona”