Þráhyggjan kraumar.
Ætandi hún brennimerkir hug minn og hjarta.

Og þið sem enn lokið augum
og viljið ei skilja né sjá
ólgandi bráðaflæði hennar,
ættuð að óttast hana.
Því með árunum
hún eykst,
stigmagnast
og að lokum kæfir allt sem hún tekur.

En á þessum stundum verður augnaráð mitt einbeitt
og ég einblíni á þennan eina punkt,
algóðan æðri mátt.
Því þegar allt bregst þá er hann hér,hjá mér.
Hann skilur.
Og hann einn veit,
hvernig ég spila feilnótur
á barmi vonlausrar geðveiki.

Hann einn hefur valdið,
til að leiða mig
og baða sár mín í von,
á meðan hann heldur mér traustataki á brúninni.

Þó er ég,
og verð ávallt að muna það
að í raun er ég aðeins hársbreidd frá glötun.