Ég sé þær í myrkrinu,
lýsandi.
Ógnvekjandi en samt hughreystandi,
ljósið í myrkrinu.
Þær horfa á mig
og ég horfi á móti.
Störukeppni í myrkrinu.
Svo snýr kisa sér við og þær hverfa
útí myrkrið.