Er ég leitaði að þér,
fann ég þig ekki.
Ég rakst á marga sem líktust þér,
en fann einungis tómleika.
Á endanum gafst ég upp,
Ég gat ekki fundið þig.
Ég vildi vera ein,
hætti að fara út,
hitti aldrei fólk.
Ég var ein.
Þegar ég var loks búin að gefast upp,
gefast upp á lífinu og sjálfri mér,
þá hitti ég þig.
Ég sem var búin að leita,
leita svo lengi.
Loksins fann ég þig.
Þú steigst inn í líf mitt
og inn í hjarta mitt.
Án þín væri ég ekki hér.
Og ég þakka guði,
fyrir það á hverjum degi,
fyrir þann dag sem ég hitti þig.

höf/spotta