Eins og tréð í skóginum
felli ég laufblöð,
erfiðleika og þjáninga.

En með hverju vori
laufgast nýjar þrár,
draumar betra lífs.

Rætur trésins verða sterkari
stofninn harðari,
sem árin líða.

Í laufskrúði þess
vaxa nýir sprotar
reiðubúnir að skarta sínu
fegursta sólarblómi.

Með hverju brumi
leynist eitthvað nýtt,
eitthvað gott.

Án sólar og regns
án sorgar og gleði,
lifir hvorki tréð né ég.