Af hverju, af hverju,
af hverju fæddist ég bestur?
Slæmt er það fyrir fólkið,
því það miðar sig við mig.
Það er ekki mér að kenna,
ég bara fæddist svona.
Ef ég mætti eitthvað um ráða,
þá mundi kjósa mér það,
að gerast hálfviti.
Því þá fengi ég tilbreytingu,
í stað þess gera ávallt það,
sem ég geri á hverjum degi,
sem er að vera bestur í öllu.
Af hverju, af hverju,
Af hverju fæddist ég bestur?