Eitt af því sem auðveldar manni svo oft til að tjá sig með ljóði, er þegar eitthvað tilfinningalegt hendir mann….
hvort sem maður er að uppgötva nýjar tilfinningar, upplifanir eða bara sorg og gleði…

sorgin hljómar þó ætíð svo fallega sé henni hleypt út í hjóðri bæn um betri tíð…eða það held ég. Fallegustu ljóð sem ég les eru ljóð á minningagreinum,,þakklætið til ´lífsins og gleði yfir gömlum kynnum verður svo sterkt tákn um þá ást sem við bárum til þess látna…

en önnur sorg eins og að missa náinn vin í óblíðu, gefur líka tilefni til að semja ljóð, því oft koma orð svo öfuga út úr manni þegar maður er að ræða málin…

þetta ljóð er til vinar míns,sem því miður er farinn….

í hljóði ég græt
í þögninni svo ein
lífið misst þrótt.

Ég sé þig í anda
augu svo grimm
finnst ég svo ljót.

Ekkert gengur upp
án vilja
ástin kulnuð.

Þú áttir mig eitt sinn
og ég átti hann lilla minn
tvær sálir sem þekktust.

Nú geng ég ein
og þú gengur einn
ókunnugar sálir.

Nú virðist sem lífið
hafi dregið mitt spil
í tárum vonar…ég græt þig.

Vertu sæll um aldur og ævi
vertu sæll þú vinur minn kæri
vertu sæl, þú ást sem mig særðir….

vertu sæll…..