Klisja samfélagsins
í augum hrokkinhærðar manneskju
- hann starir á heildarmyndina.

Horfir í gegnum þennan þunna
- samt sem áður þunga glugga.

Rétt svo kíkir…

Sálir þrá að snertast…
geta það ekki
- mega það ekki.

Hinum megin við götuna rennur það…

… litla tárið sem rann niður kinnina þína
í gærkvöldi
- það rennur aftur niður.

Varir drengjanna þrá það sama
- forboðið það sama.


Endurspeglun ójafnvægis.



Gangið ei yfir götuna.
_________________________________________________