Djúpt í minni döpru og köldu sálu,
dvelur það sem enginn maður sér.
Tilfinning sem tætir mig í sundur,
tæmir alla gleði úr brjósti mér.
Allt sem hef ég afrekað og sigrað,
til einskis, horfið, glatað fyrir mér.
Því innra með mér kaldlynd rödd það hvíslar,
að kannski verði aldrei neitt úr mér.