Hallar niður hlíðin
kjagar gamall maður
boginn er í baki.
Hinkrar ögn við stein.
Stendur þar og hugsar
stirðlega og stíft.
Alltaf er hann vanur
niður hlíðar ganga.
Hvað ef breytti um vana,
gengi upp í staðinn.
Mælir gömul orð með
Sjálfum sér.
“Niður ganga,leiðir fanga
Upp þú streðar, nærð á toppinn
Velja bikar eða koppinn”
Hann í barminn hlær.
Snýr nú við og
upp hann vagar
Finst það skrýtið.
Vaninn bítur fast.
Verra getur það þó
ekki orðið, þótt hann
reyni nýja leið.
Gamlar glæður
brjótast upp, og
bros hans bræðir
sjálfan hann.