Til Vinkonu

Sólstafir
í augum þér.
Ljós í myrkum heimi
þá er ég lít þig.
Hin fegurstu hljóð
eru rómur þinn,
hið mýksta
er snerting þín.

Blíð er ásjóna þín
og björt öll tilveran
þá er þú ert hjá mér.

Kom og ver,
kom og sjá
hvar flykkjast til,
falla þér að fótum,
ástsjúkir
þér til dýrðar.
“I don't want power, I just want to be remembered.”