Blómið Sem Ég Átti

Hve undurblítt það var
Blómið sem ég átti
Er óx það í frjórri moldu
Uns féll það með brotinn stilk.
Hve undurblítt það var
Blómið sem ég átti,
Nú hulið föllnu laufi,
Í hjarta mér lifir þó enn.

Hve undurblítt það var
Blómið sem ég átti,
Sem dafnaði nær mínu hjarta
En dó í fangi mér.

Hve undurblítt það var
Blómið sem ég átti,
Er brosti við glampandi sól,
Baðað í glitrandi dögg.

Hve undurblítt það var
Blómið sem ég átti,
Blómið sem nú er dáið;
Dó og hjarta mitt.

Hve undurblítt það var
Blómið sem ég átti,
Blómið sem ég unni;
Ástin mín, það dó.
My life for Aiur!