Mig langar svo að liggja þér hjá,
líða svo vel, finna hjarta þitt slá,
ég elska þig enn, ég gleymi þér seint,
ég get ekki tilfinningunum leynt.

Mig langar að finna, finna þína ást
fallast í faðma; um deilumál kljást,
ég sakna þín eilíft, hönd þín, svo hlý,
hugsa um sameiningu okkar á ný.