Ekkert sé um öll mín svið,
utan dauðamyrkur.
Þrái hvíld, ég þrái frið,
þrotinn allur styrkur.

Með áfergju mín arma sál
sér o(fa)ní sorgir dýfir.
Hönd mín geymir helbeitt stál,
hlið að næsta lífi.

Hinstu ósk ég hef til þín,
hugsa vel um náinn.
Og lestu síðan ljóðin mín,
loks er ég er dáinn.