Ég finn þig falla
frjálsa eins og snjókornin,
þeytast eins og smáfugl á flugi.
Þú gleymir og í augum þér
tómið eitt.

Ég sé þig rísa,
eins og Fönix úr öskunni.
Hrista þig og hlægja
framan í hættur heimsins.
Mistrið hverfur, þokunni léttir
þú dregur andann á ný.

Og þá,
þegar silfraðir vængir þínir glitra
og þú býst til að svífa.
Muntu finna mig sofandi í örmum þér.
Og þú
breiðir vængina yfir mig,
verndandi hvíslar út yfir allt.
Orðin deyfa og sefa.
Við lifum á ný.
Gríptu karfann!