Haltu ástinni Haltu vel utan um ástina, en þó ekki of fast því þú gætir kæft hana.
Haltu vel undir ástina, því ef þú missir hana brotnar hún.
Haltu ástinni heitri, en passaðu þig þó að brenna þig ekki á henni.
Viðraðu ástina öðru hvoru, því hún á það til að verða tilbreytingalaus og leiðingjörn.
Hleyptu henni frá þér þegar þið þurfið svo þið fáið ekki leið á hvor öðru.
Láttu ástina gera æfingar til að styrkja hana.
Ekki ætlast til of mikils af ástinni því að hún getur aldrei uppfyllt allar væntingar þína og vill það heldur ekki.
Reyndu að sjá fegurðina þegar allt virðist vonlaust -notaðu minningarnar.
Haltu vel utan um ástina, svo hún endist og endist.