Ég finn að þú kemur heim í kvöld,
lyktin af fíflunum leiðir þig til mín.
Söknuðurinn liggur nú í holræsinu,
yfirgefinn og enginn vill hann.

Tíminn líður og ég bíð þín,
sagðir þú ekki að þú værir að koma?
Tíminn er liðinn og þú ert ekki hér.
Horfinn á braut og söknuðurinn eykst.

Ég öskra í hljóði, ég græt í hljóði,
en tárin streyma niður, þau eru ekta,
blaut og renna niður kinnarnar.
Hvar ertu? Hvar ertu?

Ég ligg ein í rúminu og hugsa um þig,
hvar sem þú ert, þú ert í huga mér.
Láttu mig vera, snautaðu burt,
ég vil ekki hugsa um þig lengur né sjá.

Var þetta allt ímyndun ein?