Fölar sálir ganga um í myrkrinu
á skemmtistaðnum eiga allir að skemmta sér
það er mottó kvöldsins
sá eiginleiki homo sapiens yfir skepnurnar
er samræðulistin
fólk reynir eftir mesta mætti að tala saman
með öskrum sem kafna í bassadrunum
dansgólfið er síðasta vígi Neandalsmannsins
þar sem pústrarnir fjúka og svitinn drýpur
syfjuleg augnarráðin eru drykkjuþrútin

Þeir hæfustu draga kvenmenn á hárinu eftir sér
frá vígvellinum og inn í hellinn sinn.

vonandi skemmtið þið ykkur vel…….

Alþýðuskáldið,
Cruxton
“True words are never spoken”