Lífið spilast eins og gáta fyrir mínum augum, hver er framtíðin//
Ósvaraðar spurningar allt í kringum mig sveipa líf sem hefur alið mig//
Tækifærin ganga mér úr greipum, lífið gengur hraðar//
En vandamálið er að ég færist ekki með bárunni í átt til munaðar//
Sit eftir í lífshlaupinu , því gátan virðist óleysanleg//
Reglur gerðar til að brjóta brotna fyrir augum mér , ríkir Óreiða hér?//
Þessi órðeiða í kringum mig blindar mig frá svarinu//
Svo virðist sem sál mín ferðist út frá holdinu leitandi leiða frá ástandinu//
Því ég virðist ekki vera í þann mund að finna svarið//
Því ég flýt á eigin syndahafi , langt frá rökhugsun er sál min illa farin//
Lífið er ein gáta en er okkur kanski ekki ætlað að svara//
Lífið kanski ekki gert til að fatta það , fáum kanski svarið handan að?//
Við er fædd í þetta mannhaf en sum okkar fljóta eigji//
Lífinu verður aldrei svarað en kanski fáum við svar á okkar stóra degi//
Fylgstu með