Alfarið ein
á gullsleginni strönd
Endurminninga.
Hvert andartak
er sem ofið í sekk
Hins undarlega
sem á eftir mér gekk
á óvissunnar engi,
þar sem ég fékk
Víðáttubrjálæði,
hins einmana
Förumanns.
Himinninn gleypti mig
Björgin ógnuðu mér
Lækirnir reyndu
Að drekkja mér
…Ég hætti að minnast
Mundi allt í einu….
Að strönd minninga minna
var einu sinni grá.
Eg hafði bara,
Málað hana gullna.