Litróf hugsana minna
stuðla við ljúfan söng vorsins.

Silfruð dögg á lyngbeði,
lágnætti í grænum skógi.

Sindrandi sólstafir
ylja sér við eldinn,
á bleiku skýi.

Sóleyjar og silkimjúk fífa,
fagna spegilmynd í blárri tjörn.

Ég sit hér ein
á klöppinni,
finn gráa snertingu hennar
og óska mér
inn í faðm þinn,

regnbogann.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.