Lokaður …..lognast út …opnast nú…sofnaðu..

Opna augun en sé ekki neitt því ég blindast af sólarljósinu/
Ljóð renna í gegnum huga minn en ég get ekki hugað skýrt út af ljóðaflóðinu/
Grafið djúpt í sál mína ..en það er aðeins ótakmarkað glóbagull/
Falskenndar tilfinningar blinda mig í þjáningu því sannleikurinn er ósagður/
Lýt framhjá eigin göllum ,kenni samfélaginu um eigin hrakfarir/
Tímar glataðir ….því mínar kvartanir skila ekki hagnaði/
Söknuður í barnsæsku , því hér ábyrgist ég áhyggju/
Reyni að sá til að uppskera en ég finn ekki mold fyrir mína sáningu/
En barnsækan er dauð aðeins orð um nærrum týndar minningar/
Tími til að lýta fram á við og láta af því að girnast stöðugt hyllingar/
Því syndirnar hverfa ei en hægt er að vinna sig upp á við/
Vakna frá dauðsvefni ,, því eftir langan vetur stígur fram bjart sumarið/
En mínar hugsanir ná ekki að birtunni svo hún fellur í gleymsku/
Reyni að telja mér trú að ég sé hér vegna annara heimsku en ég á upptök af öllum minum meinum/
Barátta við sjálfan mig hugsa upp mér mér “ þetta er nú meiri ástandið”/
Á kletti hangandi , gegn kanski beint hér en í huganum er ég stöðugt ráfandi/
Í klefa sem ég byggði sjálfur en það gleymdist að gera göt til að komast út/
Fastur í eigin sköpunarverki …………………………….svo hugur minn lognast út/

Lokaður …..lognast út …opnast nú…sofnaðu..

Ranka við mér og er fljótur að átta mig á aðstæðum/
Ekki laus frá mínum vandræðum því að eg er nakinn þótt ég sé alklæddur/
hef sjálfur lokað mig inni svo ég hlýt að geta brotist út/
lýt á fljótandi veggina í kringum mig og öskra af öllum krafti “sesam opnist þú”/
sólarljósið sem blindaði mig í byrjun skín nú fallega í augu mín/
finnst ég ekki vera lengur aumingi þar sem ég stend sterkur í báðar í auðninni/
söknuður í liðna tíma horfin því nú lýt ég aðeins fram á við/
því frá minni fæðingu hef ég verið einmanna en nú er ég ástfanginn/
ástfanfinn af lífinu í kringum mig og ástfangin af minni heimsmynd/
því leiðin liggur aðeins fram á við , hef sagt skilið við löngu grafin mein mín/
endureisn á eigin sál , ég byrja að endurbyggja huga minn/
auðskiljanlegar hugsannir, þar gott því ég er nú minn mesti hlustandi/
furða mig á breytingum sem ég hef upplifað á mér sjálfum/
breytingar á mínum hugsunum til hins betra og stöðugri breytingu á innri veðráttu/
því ég teikna líf mitt upp frá grunni ,allt saman úr ösku fyrri lífs/
byrja á að teikna sjálfan mig innan frá og lýk síðan vandvirkur umhverfinu á myndinni /
ekki buinn að finna mig en skrefi nær ég geng áfram iðandi/
signa mig því ég horfi fram á við ……………….þvi ég hef lifanð við/
Fylgstu með