Ég veit ekki hvað er að hrjá mig,
og Guð hvað er erfitt að þrá þig.
Að þurfa að vaka og vera,
venjuleg kona og bera,
Sorgir og sandkennda drauma.

Að mæla í mammon og verkum,
einskisnýt orðin frá klerknum.
Er kaldur og klepraður heimur,
og ógnarstór gapandi geimur.
Ég gullinu að þér lauma.

Sem hnýtti og herti um kaldar
ísmyndir hlýlega valdar.
Af dufti og beinum í fötum,
stein í þá svíðandi götum.
Er rispa af klórinu auma.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.