…í miðju eldsins dansa bláir logar
litbrigðið heillar og hitinn togar
hætturnar boðnar velkomnar heim
stefni ég hratt inn í neistasveim…

…eitthvað til að láta mig þiðna
láta kulið í sjálfum mér gliðna
hleypa hlýju inn í frosið hjarta
því frostið hættir aldrei að narta…

…eldurinn læsist um innviði sálar
á ískalda veggina hlýjuna málar
hjartklakinn bráðnar - kuldinn fer
finn hvernig hlýjan eykst í mér…



…stökk inn í funann með bros á vörum
kuldinn er núna einmana á förum
brunasár og sviði – til að betur mér liði
eldurinn kulinn – en sársaukinn hulinn…

…sál mín er núna hlý
hiti í hjartanu á ný…


-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.