þetta er ekki hefbundið ljóð, heldur með rappstíl :)

vonbrigði, því lífið gefur ekki alltaf það sem við viljum
sorg, því þetta líf er flókið, eitthvað sem við aldrei skiljum
Þunglyndi, því það geðræna og sálræna er alltof lítils virði
þú ert talin heilbrigður ef þú andar, þó að enginn á þig yrði
enn sannleikurinn er að öll þjóðin er geðveik, eða flestir
Boðskapurinn týndur, allir vilja vera mikill,meiri mestir
Magnað, hvernig fólk hugsar, hvernig fólk framkvæmir
sama hvað þið segið, hah, þið vitið að ég andmæli..
Hver sagði að jólin væru gjafir, og gjafir væru jól
fyrir mér eru jól, kór að syngja heims um ból
fyrir mér eru jól, kærleikur og kátína í hjarta
fyrir mér eru jól, þegar einhver óskar að þú eigir framtíð bjarta
ekki gjafir, ástúð verður ekki metin til fjár
ekki peningar, þeir geta ekki læknað andleg sár
aðeins góðmennska og göfugmannleiki getur hjálpað oss nú
Guð við syndgum ÖLL, leiddu okkur, hver er okkar sanna trú?
Fyrir mér eru jól að gera það sem þig lystir
hafðu það gott, fáðu þér að drekka ef þig þyrstir
ef það stafar að þér hungur, skaltu afla fæðu
ef þig langar að tala, stattu upp og haltu ræðu
ef þig langar að chilla, kveiktu á skerminum og slappaðu af
ef þig langar að tjá þig, semdu og rappaðu það….

(viðlag)
Hver sagði að jólin væru gjafir?
hjá ykkur eru jólin umstang og eilífar tafir
hvað varð um kærleika, hvað varð um visku
hvað varð um manndóm, hvað varð um jólin fyrstu?
hvað varð um litlu börnin sem þráðu friðinn?
nú vilja þau bara gjafir og mat til að fylla kviðinn
hátt líferni er það sem við kennum æsku okkar nú
Það flokkast ekki undir okkar trú