Á minningabrautinni staðreynd mig lamar
ég sest niður agndofa og dreg mér upp mynd;
Víst varst þú minn táknræni, ókleifi hamar
og ég var æskunnar sakleysiskind.

Þar sat ég og beið þess að bjargið mig hitti
baðaði út öngum og hrópaði hátt.
Vonleysið lævísa stóð mér í mitti
á endanum átti ég alls engan mátt.

Ei vil ég beisklega líta til baka
en standa við sjálf mitt og bera mig vel.
Veit ég að Guð minn mun yfir mér vaka
Hans verndandi höndum ég líf mitt nú sel.

En er ég þess minnist, þá að mér það amar
að lít ég til baka, víst var það nú synd.
Að þú varst minn eilífi, ókleifi hamar
og ég bara sakleysis stúlkukind.