Í margar dimmar nætur
Þú vekur mig af svefni
Með sálarangist þinni.
Þótt langt í burtu sé.
Það sker í hjartarætur
Að hlusta grátinn á.

Brostnar vonir, eftir lætur
Auðn í sálu ,horfna von
Eins og búkur með enga fætur
Eða verða af með son.
Ég veit þú grætur ,vina mín
Langar hljóðar nætur

Bilað sjálfið, bæta verður
tálsýnum og brostnum vonum
mistökin öll sem urðu til,
í gleymskunnar djúp,
allt það hverfur
horfirðu fram á við.

Hertu upp hugann, vinkona
Finndu þér,sterkan vonarstreng
Sem bundinn er í ljósið
Mundu að þú ert aldrei ein
Um að bergja af brunni vona
-Og nota til þess mistiltein