Má ég deyja?  
,,Er möguleiki á að deyja í dag?“ 
spyr unglingurinn yfir heimanáminu. 
,,Er möguleiki á að deyja í dag?” 
spyr móðirin með mígrenið. 
,,Er möguleiki á að deyja í dag?“ 
spyr helgarpabbinn yfir reikningunum. 
,,Er möguleiki á að deyja í dag?” 
spyr afinn með krabbameinið. 
En Dauðinn lítur yfir bækurnar sínar, 
stoppar örlítið við stríðshrjáðu svæðin, 
hristir síðan höfuðið 
og segir: ,,Því miður, allt fullt í dag".