Ég stend inní rúmi sem áður tómt,
En nú fyllist með myndum af þér.
Reyni að neita, en þú ein ert rétt handa mér.

Sama hvar ég sit, sama stend,
Sama hvar ég ligg, sama hvar sef hugur minn leitar að þér.
Heimurinn er horfinn ekkert nema þú,
Þú ert ekki hjá mér en staðreyndin er sú
Að þú ein ert rétt handa mér.

Áður hér sast en ég hélt þér svo fast
Sleist þig burt frá mér og hljópst í þínum tárum á braut.
Hugsa um annað en hugur minn leitar að þér,
Ekkert nema þú getur fyllt tómarúmið í mér.

Sama hvar ég geng, sama hvar ég hleyp,
Sama hvert ég horfi, sama hvert ég fer hugur minn leitar að þér.
Þú ein ert rétt handa mér.

Ég er myndin af manni sem starir á hafið, hugsand’um það sem hann átti en hefur ey meir.
Sem stika í hjartað, frostið í brjósti mér leitar að ylnum frá þér.
Armar mínir tómir.. takturinn sleginn af einmanna hjarta,
Hugur sem leitar að brosinu bjarta, á ný.
Fylltu mína arma, komdu’í faðm. Hraðaðu taktinn og brostu svo björtu til mín.

Því sama hvert ég stari, sama hvar ég græt.
Sama þó ég fari, aldrei aftur læt þig hverfa frá mér
Hlaupa á brott, tárin í augunum falla og týnast í götunni.

Sárin sem aldrei gróa, geyma þig enn inn í mér.
Og á kvöldin sem koma, hugur minn sameinast þér
Því að söknuður sagar mitt hjarta í sundur og sagan um okkur mun enda á sorglegan hátt.

Ég er myndin af manni sem starir á hafið, hugsand’um það sem hann átti en hefur ey meir. Sama hvað á eftir kemur….. maðurinn deyr.