…myndast úr tveimur frumum
fæðist sem agnarsmátt barn
vex upp og þroskast smám saman
og uppgötva lífsins hjarn…

…klára minn skóla og kröfur
eltist við jafnaldra hnátur
senn heyrist á heimili mínu
lágróma fagur barnsgrátur…

…vinn mér inn virðingu og fé
svo nægur sé barnanna auður
sest svo í helgasta steininn
og enda svo uppi sem dauður…

…frá legi til manns
frá manni til Hans…

…amen


-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.