Ég hugsa um steininn er húkir við hlemm
og hringinn sem allt er hans líf
Og allar þær konur er mildum í memm
mömmuleik skárust með hníf

Hann öllum gaf allt og vildi þeim vel
viljinn var auðsjáanlegur
En dag einn þá brotnaði sundur ein skel
og steinninn varð bitur og tregur

Hann gaf frá sér hljóð angistaróp
ærði alla hlustendur sína
Líf hans í kladdan skráð var sem skróp
og sólin hans hætti að skína

Hvert var hann farinn arkandi einn
Álútur sorgbitinn maður
Á götunum oftast stendur hann Steinn
stjarfur og alls ekkert glaður

Minnumst hans öll þeim vini sem vann
flest vont handa sjálfum sér
Og munum að þykir sá kænn er það kann
að kynnast þeim sem að hann er.